AÐALFUNDUR SAMFYLKINGARINNAR Í KÓPAVOGI, AUK HÚSFÉLAGSINS

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi, auk húsfélagsins verður haldinn mánudaginn 1. mars 2020, kl. 20:00

Í þetta skipti verður um sameiginlegan aðalfund fyrir bæði Samfylkinginu í Kópavogi og húsfélag Samfylkingarinnar Hlíðarsmára 9. Verður fundurinn haldinn rafrænn og hérna er linkur á fundinn.

Samkvæmt lið 4.7 í samþykktum Samfylkingarinnar í Kópavogi skal aðalfundur hafa eftirtalda fasta liði:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á

3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar

4. Breytingar á samþykktum

5. Kjör stjórnar

6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga

7. Kjör uppstillinganefndar

8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins

9. Önnur mál.

Hér má nálgast samþykktir félagsins

Viljir þú leggja fram tillögu fyrir aðalfund eða gefa kost á þér til stjórnarsetu má senda póst á betrikopavogur@gmail.com.

Allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa rétt til fundarsetu á báðum þessum fundum.

Bestu kveðjur, stjórnin

Gunnar Gylfason
Óskað eftir tilnefningum í Suðvesturkjördæmi
416a14e1-6384-49b3-8bbc-d9a0f047a72e_Við+óskum+eftir+tilnefningum.jpeg

Frestur er til 29. janúar

Auglýst er eftir frambærilegum einstaklingum til að skipa framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Uppstillingarnefnd starfar samkvæmt lögum flokksins og reglum kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er falið að leggja fram öflugan og sigurstranglegan lista.

Það er ekki skilyrði tilnefningar að viðkomandi sé skráður í Samfylkinguna og áhugasamir eru hvattir til að tilnefna sjálfa sig. Hvatt er til tilnefningar frambjóðenda af öllum kynjum og þjóðernum. Fullum og algjörum trúnaði er heitið.

Tilnefningar skulu berast á tölvupóstfang uppstillingarnefndar, sv@xs.is, ekki seinna en þann 29. janúar næstkomandi. Að tilnefningarfresti loknum mun uppstillingarnefnd hafa samband við öll sem hafa verið tilnefnd og kanna áhuga þeirra.

Fyrirspurnum má beina á tölvupóstfang uppstillingarnefndar, sbr. framangreint. Einnig má beina fyrirspurnum símleiðis til formanns nefndarinnar, Jónasar Más Torfasonar, í síma 774-1996.

Uppstillingarnefnd er skipuð eftirfarandi nefndarmönnum:
Jónas Már Torfason, formaður (Kópavogur)
Anna Sigríður Guðnadóttir (Mosfellsbær)  
Kristján Sveinbjörnsson (Garðabær)
Sigrún Sverrisdóttir (Hafnarfjörður)
Þorleifur Örn Gunnarsson (Seltjarnarnes)

Reglur um val á framboðslista í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2021 má finna hér.

Bergljót Kristinsdóttir
Annar bæjarmálafundur ársins 25. janúar kl. 20

Kæri félagi í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi!

 

  Kæru félagar.

Mánudaginn 25. janúar verður bæjarmálafundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi. Fundurinn verður haldinn með fjarfundarforritinu Zoom kl. 20.
Hlekkur á fundinn verður sendur á félagsmenn í netpósti.
 
Dagskrá:

  • Bæjarfulltrúar kynna þau mál sem eru efst á baugi í bæjarmálaumræðunni

  • Nefndarfulltrúar kynna mál sinna nefnda sem þeir telja ástæðu til að fá umræðu um.

  • Önnur mál – þátttakendur koma með fyrirspurnir eða innlegg

 
Kær kveðja
Pétur Hrafn og Bergljót
Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi

Bergljót Kristinsdóttir
Málefnafundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi
xs_mynd1.jpg

Ágæti félagi,

Opinn rafrænn félagsfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi um stefnu og áherslur Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn í nóvember, verður haldinn mánudaginn 5. október kl. 20 í fjarfundarforritinu Teams. Fundirnir eru ætlaðir til kynningar og samtals um stefnudrög Samfylkingarinnar og niðurstöður á starfi málefnanefnda fyrir félaga í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi en félögum gefst kostur á að senda inn umsögn eða breytingartillögur um málefnin. Er þessi kynning og umsagnarvinna undirbúningur fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður 6. og 7. nóvember næstkomandi.

Á fundinum fer Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi yfir málin og svarar spurningum.

Allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi eiga að hafa fengið gögnin send í tölvupósti og hlekk á fundinn í Teams.

Kveðja, stjórnin

Gunnar Gylfason
Skráning landsfundarfulltrúa fyrir Samfylkinguna í Kópavogi
landsfundur_xs.jpg

Kæru samfylkingarfélagar í Kópavogi,

Nú líður að Landsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn verður haldinn dagana 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík.

Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Samfylkingunni í Kópavogi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Samfylkingin í Kópavogi er því með 117 landsfundarfulltrúa inn á Landsfund Samfylkingarinnar í nóvember.

Til að eiga möguleika á að verða landsfundarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Kópavogi þarf að vera með lögheimili í Kópavogi og félagi í Samfylkingunni í Kópavogi. Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera orðinn landsfundarfulltrúi. Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi fer yfir listann og leggur endalegan lista af landfundafulltrúum til samþykkis.

Skráningu lýkur mánudaginn 5.október og hvetjum við þá sem eru ekki skráðir í Samfylkinguna að skrá sig hérna: https://xs.is/takathatt

Skráningu er lokið, þökkum þeim sem skráðu sig.

Gunnar Gylfason
HVAÐ ER JAFNAÐARSTEFNAN? – NÁMSKEIÐ
119733419_331884784817364_8725613322624554470_n.jpg

Fræðsluráð Samfylkingarinnar og Samfylkingin í Kópavogi bjóða félögum upp á 3 daga námskeið um jafnaðarstefnuna. Námskeiðið verður haldið þrjá þriðjudaga í röð, 6., 13. og 20. október kl. 20-22 í sal Samfylkingarinnar að Hlíðarsmára 9. Hressing verður á staðnum. Námskeiðið kostar 4.000 kr. og við skráningu og greiðslu fá þátttakendur bók Námskeiðsins, Hvað er jafnaðarstefnan eftir Ann- Marie Lindgren og Ingvar Karlsson, senda í pósti. Þátttakendum gefst einnig kostur á að kaupa Úr fjötrum, sögu Alþýðuflokksins og Í samtök, sögu Alþýðusambands Íslands fyrir 3.000 kr stykkið og verða bækurnar til reiðu í fyrstu kennslustund.

Leiðbeinandi verður Kjartan Valgarðsson, fulltrúi í fræðsluráði Samfylkingarinnar.

Námskeiðið er sambland af námi og leshring. Mjög mikilvægt er að þátttakendur komi undirbúnir. Stuðst verður við bókina Hvað er jafnaðarstefnan, hún er 6 kaflar og verða 2 kaflar teknir fyrir í hverri kennslustund. Reikna má með að hver kennslustund verði um 2 klst. Hver kennslustund hefst á um 20 mín. inngangi leiðbeinanda og síðan taka við samræður. Þátttakendur fá útdrátt úr hverjum kafla ásamt umræðuefnum og -spurningum sent í tölvupósti. Tilvalið verður að bæta umræðuefnum og álitaefnum við listann og bæta þannig næstu námskeið.

Í síðasta tímann, sem fjallar um framtíðina og nýjar áskoranir, mun mæta forystufólk úr flokknum, eins og kostur verður á. Fyrir þann tíma munu þátttakendur einnig fá sendar valdar greinar um áskoranir og vanda jafnaðarmanna á nýjum tímum, tímum breyttrar stéttabaráttu, tilrauna til nýrra skilgreininga á verkalýðsstéttinni og svör jafnaðarmanna við auknum styrk populista.

Kaflar bókarinnar eru:

  1. Sænskir jafnaðarmenn – sagan (hér verðum við með íslenska sögu f.o.fr.)

  2. Hugmyndir og samfélagsgreining

  3. Hugmyndaleg þróun jafnaðarstefnunnar

  4. Skipting framleiðsluarðsins

  5. Markaður og stjórnmál

  6. Jafnaðarstefnan á okkar dögum

Skráning á námskeiðið:

Gunnar Gylfason
Aðalfundur húsfélags Samfylkingarinnar í Kópavogi

Ágæti félagi,

Aðalfundur húsfélags Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 18. maí kl. 19 í Hlíðasmára 9. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.   Allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi hafa rétt til fundarsetu, en vegna takmarkana á samkomum og kröfu um tveggja metra fjarlægð fundargesta, eru þau sem hyggjast sitja fundinn beðin að staðfesta það á betrikopavogur@gmail.com a.m.k. viku fyrir fundardag.

Stjórnin

Gunnar Gylfason
Verkalýðsdagurinn 1. maí stafrænn í ár

Kæru félagar,

Í ár falla niður öll skipulögð hátíðarhöld 1. maí vegna samkomubannsins. Félagar okkar í Reykjavík ætla samt að reyna að minnast dagsins og halda upp á 1. maí á netinu og byrjar dagskráin klukkan 13:00.


Fréttin hjá Samfylkingunni í Reykjavík: https://sffr.is/2020/05/01/verkalydsdagurinn-1-mai-stafraenn-i-ar

Og hérna er beinn tengill á atburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/238377060841780.

Baráttukveðjur, Samfylkingin í Kópavogi.

Gunnar Gylfason
Félagsstarf í skugga COVID-19

Við vildum vekja athygli á því, ef það var ekki augljóst nú þegar, að félagsstarfsemi Samfylkingarinnar í Kópavogi verður undir frostmarki næstu vikurnar/mánuðina. Þetta er auðvitað vegna ástandsins í samfélaginu vegna COVID-19.

Við byrjum aftur þegar birtir til og óhætt er að fara hittast aftur. Farið varlega þarna úti og megi okkur ganga vel í uppræta þessa óværu.

Kveðja, stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi.

Gunnar Gylfason
Bæjarmálafundur 24.2. 2020
Bæjarmálafundur2.png

Mánudaginn 24. febrúar verður bæjarmálafundur hjá okkur í Samfylkingunni í Kópavogi kl. 20 í Hlíðasmára 9.

Við ræðum málefni Sorpu ásamt því að fara yfir það helsta sem er að gerast í nefndunum okkar.

Allir félagar hjartanlega velkomnir í gott spjall

Stjórnin og bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn og Bergljót

Bergljót Kristinsdóttir
Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi 2. mars 2020

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn 2. mars 2020, kl. 20 í Hlíðasmára 9.

Samkvæmt lið 4.7 í samþykktum félagsins skal aðalfundur hafa eftirtalda fasta liði:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara

2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á

3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar

4. Breytingar á samþykktum

5. Kjör stjórnar

6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga

7. Kjör uppstillinganefndar

8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins

9. Önnur mál.

Hér má nálgast samþykktir félagsins

Uppstillingarnefnd skipa:

Kristín Sævarsdóttir
Ýr Gunnlaugsdóttir
Erlendur Geirdal

Viljir þú leggja fram tillögu fyrir aðalfund eða gefa kost á þér til sjórnarsetu má senda póst á betrikopavogur@gmail.com til að nálgast uppstillinganefnd eða hafa samband við nefndarmenn beint.

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Staðan á leikskólum Kópavogs: Að sníða sér stakk eftir vexti
Mynd.jpg

Opinn fundur um leikskólamál í Kópavogi, mánudaginn 3. febrúar kl. 20 í Hlíðasmára 9

Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls og stjórnarmaður í Félagi stjórnenda leikskóla fræðir okkur um stöðuna á leikskólum Kópavogs í dag.

Við förum m.a. yfir reynsluna í Kópavogi á styttingu vistunartíma barna. Leikskólann sem fyrsta skólastigið og hvernig gengur að manna leikskólana.

Við efnum til umræða og hvetjum ykkur til að mæta og spyrja spurninga sem brenna á ykkur

Verið öll hjartanlega velkomin,
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi

Bergljót Kristinsdóttir
Annar bæjarmálafundur ársins 27. janúar 2020


Bæjarmálafundur 2.jpg

Annar bæjarmálafundur ársins verður haldinn mánudaginn 27. janúar n.k. kl. 20 í húsakynnum okkar í Hlíðasmára 9.

M.a. verður til umræðu Jafnréttisáætlun Kópavogs, stytting opnunartíma leikskóla og nýbirt skýrsla um stjórnsýslu Sorpu.


Allir velkomnir
Bæjarfulltrúar og stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Fyrsti bæjarmálafundur ársins
Fundur 13. janúar 2020 kl. 20

Fundur 13. janúar 2020 kl. 20

Kæru félagar

Mánudaginn 13. janúar kl. 20 verður fyrsti bæjarmálafundur ársins haldinn í Hlíðasmára 9. Við bæjarfulltrúarnir hlökkum til að sjá ykkur öll og taka stöðuna á nýju ári.


Kær kveðja

Stjórnin, Pétur og Bergljót

Bergljót Kristinsdóttir
Dagskrá vorannar 2020
Vorönn.jpg

Gleðilegt nýtt ár kæru félagar og takk fyrir samskiptin á árinu 2019. Starfið á vorönn verður með hefðbundnum hætti. Annan og fjórða mánudag í mánuði verður bæjarmálafundur, degi fyrir bæjarstjórarfund og fyrsta mánudag í mánuði verður opinn fundur eða annað. Alltaf er hægt að ná í okkur á netfanginu betrikopavogur.is eða í síma formanns 680-6008. Svo er um að gera að mæta á fundi og kynnast starfinu.

Dagskrá vorannar:

13. jan – Bæjarmálafundur
27. jan – Bæjarmálafundur
3. feb – Opinn fundur - fundarefni kemur síðar
10. feb. – Bæjarmálafundur
24. feb – Bæjarmálafundur
2. mars – Aðalfundur félagsins
9. mars – Bæjarmálafundur
23. mars – Bæjarmálafundur
6. apríl - Opinn fundur - fundarefni kemur síðar
27. apríl – Bæjarmálafundur
1. maí - Verkalýðskaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi
11. maí – Bæjarmálafundur
25. maí – Bæjarmálafundur

Bergljót Kristinsdóttir
Logi kemur í heimsókn 9. desember

Mánudaginn 9. desember kl. 20 verður jólafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi í Hlíðarsmára 9.

Að venju ætti að vera bæjarmálafundur daginn fyrir bæjarstjórnarfund en að þessu sinni breytum við út af vananum og fáum Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar í heimsókn í Kópavoginn.

Við ætlum að ræða stjórnmálin vítt og breytt og fáum okkur jólaöl og bjór með og bryðjum smákökur.

Allir að mæta

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Opinn fundur um fjárhagsáætlun Bjarna Ben
Fólkið og fjárlögin.jpg

Mánudaginn 25. nóvember verður opinn fundur Samfylkingarfélaganna í Kraganum um Fólkið og og fjárlögin.

Þingmennirnir okkar þeir Guðmundur Andri og Ágúst Ólafur munu leiða okkur í allan sannleika um fjárlögin og hvað betur hefði mátt fara að þeirra mati.

Fundurinn er haldinn kl. 20.30 í sal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Hér er hlekkur á viðburðinn á Facebook.

https://www.facebook.com/events/399638384276795/

Allir að mæta

Stjórnin

Myndir frá viðburðinum sem var skemmtilegur og vel sóttur



Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 11. nóvember 2019 kl. 20

Fjárhagsáætlun og fleira gott

Bæjarmálafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi verður haldinn mánudaginn 11. nóv. 2019 kl. 20 í Hlíðasmára 9.
Fyrri umræða um fjárhagsáætlun bæjarins verður á þriðjudag. Við munum tala um helstu atriði hennar og förum yfir nefndarmál með nefndarmönnum.
Allir félagsmenn velkomnir að taka þátt í umræðum um málefni Kópavogs.

Verið velkomin
Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 21. október kl. 20

Bæjarmálafundur

Að venju höldum við bæjarmálafundur daginn fyrir bæjarstjórnarfund. Á næsta bæjarstjórnarfundi höfum við óskað eftir dagskrármál í um heildarlausnir í úrgangsmálum á hðfuðborgarsvæðinu. Af nógu er að taka þar.
Hlökkum til að sjá ykkur í Hlíðasmára 9 mánudaginn 21. Október kl. 20.

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir