Opinn fundur um leikskólamál í Kópavogi, mánudaginn 3. febrúar kl. 20 í Hlíðasmára 9
Sigrún Hulda Jónsdóttir leikskólastjóri heilsuleikskólans Urðarhóls og stjórnarmaður í Félagi stjórnenda leikskóla fræðir okkur um stöðuna á leikskólum Kópavogs í dag.
Við förum m.a. yfir reynsluna í Kópavogi á styttingu vistunartíma barna. Leikskólann sem fyrsta skólastigið og hvernig gengur að manna leikskólana.
Við efnum til umræða og hvetjum ykkur til að mæta og spyrja spurninga sem brenna á ykkur
Verið öll hjartanlega velkomin,
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi