Skráning landsfundarfulltrúa fyrir Samfylkinguna í Kópavogi
Kæru samfylkingarfélagar í Kópavogi,
Nú líður að Landsfundi Samfylkingarinnar sem haldinn verður haldinn dagana 6. og 7. nóvember á Hilton Nordica Reykjavík.
Landsfundarfulltrúar hafa kosningarétt á landsfundi. Samfylkingunni í Kópavogi er skylt að láta fram fara kosningu atkvæðisbærra fulltrúa á landsfund úr hópi félaga sinna. Tala fulltrúa miðast við tölu fullgildra aðalfélaga eins og hún var samkvæmt flokksskrá 31. desember næstliðins árs. Fyrir 10 félagsmenn sé kjörinn einn fulltrúi og síðan til viðbótar einn fulltrúi fyrir hverja 10 félagsmenn eða brot úr þeirri tölu sem þó sé eigi minna en einn þriðji. Kjósa skal jafn marga fulltrúa til vara. Samfylkingin í Kópavogi er því með 117 landsfundarfulltrúa inn á Landsfund Samfylkingarinnar í nóvember.
Til að eiga möguleika á að verða landsfundarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Kópavogi þarf að vera með lögheimili í Kópavogi og félagi í Samfylkingunni í Kópavogi. Skráning á listann er ekki ígildi þess að vera orðinn landsfundarfulltrúi. Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi fer yfir listann og leggur endalegan lista af landfundafulltrúum til samþykkis.
Skráningu lýkur mánudaginn 5.október og hvetjum við þá sem eru ekki skráðir í Samfylkinguna að skrá sig hérna: https://xs.is/takathatt