Óskað eftir tilnefningum í Suðvesturkjördæmi
Frestur er til 29. janúar
Auglýst er eftir frambærilegum einstaklingum til að skipa framboðslista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Uppstillingarnefnd starfar samkvæmt lögum flokksins og reglum kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er falið að leggja fram öflugan og sigurstranglegan lista.
Það er ekki skilyrði tilnefningar að viðkomandi sé skráður í Samfylkinguna og áhugasamir eru hvattir til að tilnefna sjálfa sig. Hvatt er til tilnefningar frambjóðenda af öllum kynjum og þjóðernum. Fullum og algjörum trúnaði er heitið.
Tilnefningar skulu berast á tölvupóstfang uppstillingarnefndar, sv@xs.is, ekki seinna en þann 29. janúar næstkomandi. Að tilnefningarfresti loknum mun uppstillingarnefnd hafa samband við öll sem hafa verið tilnefnd og kanna áhuga þeirra.
Fyrirspurnum má beina á tölvupóstfang uppstillingarnefndar, sbr. framangreint. Einnig má beina fyrirspurnum símleiðis til formanns nefndarinnar, Jónasar Más Torfasonar, í síma 774-1996.
Uppstillingarnefnd er skipuð eftirfarandi nefndarmönnum:
Jónas Már Torfason, formaður (Kópavogur)
Anna Sigríður Guðnadóttir (Mosfellsbær)
Kristján Sveinbjörnsson (Garðabær)
Sigrún Sverrisdóttir (Hafnarfjörður)
Þorleifur Örn Gunnarsson (Seltjarnarnes)
Reglur um val á framboðslista í Suðvesturkjördæmi vegna alþingiskosninga 2021 má finna hér.