Málefnafundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi

xs_mynd1.jpg

Ágæti félagi,

Opinn rafrænn félagsfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi um stefnu og áherslur Samfylkingarinnar fyrir landsfundinn í nóvember, verður haldinn mánudaginn 5. október kl. 20 í fjarfundarforritinu Teams. Fundirnir eru ætlaðir til kynningar og samtals um stefnudrög Samfylkingarinnar og niðurstöður á starfi málefnanefnda fyrir félaga í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi en félögum gefst kostur á að senda inn umsögn eða breytingartillögur um málefnin. Er þessi kynning og umsagnarvinna undirbúningur fyrir landsfund Samfylkingarinnar sem haldinn verður 6. og 7. nóvember næstkomandi.

Á fundinum fer Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi yfir málin og svarar spurningum.

Allir félagsmenn Samfylkingarinnar í Kópavogi eiga að hafa fengið gögnin send í tölvupósti og hlekk á fundinn í Teams.

Kveðja, stjórnin

Gunnar Gylfason