Opinn fundur með Helgu Völu Helgadóttur og Margréti Tryggvadóttur
Helga Vala fundur.jpg

Opinn fundur Samfylkingarinnar í Kópavogi með Helgu Völu

 

Mánudagskvöldið 14. október kl. 20 mun Helga Vala Helgadóttir þingkona Samfylkingarinnar

koma í heimsókn til okkar í Hlíðasmárann í Kópavogi og ræða stóru málin sem þingið

stendur frammi fyrir í dag.

 

Mætum öll og tökum samtalið við okkar konu.

 

Stjórnin

Gunnar Gylfason
Bæjarmálafundur 7. október 2019 kl. 20:00

Bæjarmálafundur verður haldinn mánudaginn 7 október kl. 20:00 í Hlíðasmára 9.

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi og fulltrúar hennar í nefndum og ráðum mæta og fjalla um Samgöngusáttmálann og hvað hann þýðir fyrir Kópavog. Auk þess verður farið yfir önnur mál tengd Kópavogi.

Athugið að fundur með Helgu Völu Helgadóttur sem auglýstur var á þessum tíma flyst til um viku.

Allir félagsmenn velkomnir

Sjáumst heil

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Gunnar Gylfason
Bæjarmálafundur 23. september 2019

Annar bæjarmálafundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 23 september kl. 20 í Hlíðasmára 9.

Ýmislegt hefur verið til umræðu síðustu viku sem við munum snerta á. Stóra Sorpumálið verður krufið og farið yfir þau málefni sem bæjarfulltrúarnir hafa lagt á borð fyrir meirihlutann. Nefndamenn deila upplýsingum úr sínum nefndum.

Allir félagsmenn velkomnir

Sjáumst heil

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir
Fyrsti bæjarmálafundur vetrarins 2019

Bæjarmálafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi

Haldinn 9. september 2019 kl. 20 í Hlíðasmára 9

 Fyrsti bæjarmálafundur vetrarins verður haldinn mánudaginn 9. september kl. 20. Þar fara bæjarfulltrúarnir

Pétur Hrafn og Bergljót yfir þau málefni sem ber hæst í dag í bæjarpólitíkinni og nefndarfulltrúar segja frá því

sem er að gerast í þeirra nefndum. Allar nýjar málefnatillögur eru skoðaðar og ræddar.

Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.

 Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir
Dagskrá funda haustið 2019
Dagskrá haust 2019.png

Dagskrá:

9. september - Bæjarmálafundur

23. september - Bæjarmálafundur

7. október - BæjarmálafundurHelga

14. október - Vala Helgadóttir þingmaður kemur í heimsókn og ræðir pólitíkina. Þessi fundur var áður settur á 7. október en flytja þurfti hann vegna árekstra.

28. október - Bæjarmálafundur

4. nóvember - Borgarlínan og skipulagsmál í Kópavogi henni tengd - Birgir H. Sigurðsson skipulagsstjóri

11. nóvember - Bæjarmálafundur

25. nóvember - Opinn fundur í Hafnarfirði “Fólkið og fjárlögin”. Framsögumenn Ágúst Ólafur og Guðmundur Andri þingmenn okkar. Samstarf félaganna í SV-kjördæmi.

2. desember - Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar kemur í heimsókn - fellur niður

9. desember - Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar kemur í heimsókn

Fundir eru haldnir í húsnæði Samfylkingarinnar í Hlíðasmára 9 og hefjast kl. 20. Gert er ráð fyrir að þeir standi til kl. 21.30.

Bergljót Kristinsdóttir
Síðasti bæjarmálafundur fyrir sumarfrí
Bæjarmálafundur4.jpg

Mánudaginn 27 maí kl. 20 verður síðasti bæjarmálafundur Samfylkikngarinnar í Kópavogi fyrir sumarfrí. Við tökum stöðuna með nefndarfólki, förum yfir þau mál sem við höfum lagt fram undanfarið og eigum gott samtal um stjórnmál með félögunum.

Allir að mæta,síðasti séns

Stjórn og bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Kópavogi

Donata varabæjarfulltrúi fær viðurkenningu
kopurinn_2019.jpg

Kópurinn, viðurkenningar menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum í gær, fimmtudaginn 16. maí. Alls bárust tuttugu tilnefningar til menntaráðs og voru veittar fimm viðurkenningar fyrir verkefni sem þóttu fela í sér umbætur eða leiða til framfara í skóla og frístundastarfi.

Donata H. Bukowska kennsluráðgjafi í málefnum nemenda með annað móðurmál en íslensku og Halldór Hlöðversson forstöðumaður félagsmiðstöðvarinnar Kjarnans hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Velkomin Prógramm, sem miðar að því að virkja ungmenni með annað móðurmál en íslensku í frístunda- og félagsstörfum. Verkefnið spannaði nokkra daga sitt hvoru megin við sumarfrí þar sem unglingum úr 7. – 9. bekk voru kynnt starfsemi félagsmiðstöðva og þau frístundatilboð sem þeim býðst í Kópavogi. Lögð var áhersla á félagslega þáttinn, virkni og þátttöku en einnig á menningar- og tungumálanám. Unglingarnir gerðu ýmislegt saman til að kynnast hvort öðru og starfsemi félagsmiðstöðvanna. Þau fóru t.d. í heimsókn á bæjarskrifstofur, fóru í morgunbíó, grilluðu saman, fóru í frisbý golf í Fossvogsdal, sigldu á bátum frá Siglingaklúbbnum, fóru í Lazer-tag og gönguferðir svo fátt eitt sé nefnt. Þetta verkefni skilaði glöðum unglingum sem fóru að taka virkari þátt í starfi félagsmiðstöðvarinnar sinnar.

Við óskum Donötu og Halldóri hjartanlega til hamingju.

Vel heppnað kaffiboð á 1. maí

Degi verkalýðsins var fagnað með kaffihlaðborði í boði Samfylkingarinnar í Kópavogi á Cafe Catalina. Mikil stemming var og fjöldi gesta kom og hlýddi á ræðumenn dagsins og fengu sér veitingar.

Pétur Hrafn oddviti bauð gesti velkomna, Guðmundur Andri þingmaður okkar talaði um nauðsyn þess að halda baráttunni lifandi og Donata Bukowska varabæjarfulltrúi og sérfræðingur í málefnum barna með annað móðurmál í grunnskólum Kópavogs talaði um kjör erlendra verkamanna. Tónlistarfólkið Jónas Orri og Hrafnhildur Magnea (Raven) fluttu fallega tónlist undir borðum. Gestir og tónlistarfólk sungu að lokum saman Maístjörnuna í tilefni dagsins sem var bjartur og fagur.

Við þökkum öllum sem lögðu hönd á plóg og gestum fyrir komuna.

Kveðja

Stjórnin

1. maí kaffi Samfylkingarinnar í Kópavogi
1-mai með texta.jpg

Samfylkingin í Kópavogi bíður til kaffisamsætis í tilefni verkalýðsdagsins 1. maí.

Samsætið verður í austursala Cafe Catalina í Hamraborg 11, Kópavogi frá kl. 14.30 - 17.

Dagskrá

Pétur Hrafn Sigurðsson oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi bíður gesti velkomna
Guðmundur Andri Thorsson þingmaður okkar talar kl. 15
Donata Bukowska varabæjarfulltrúi talar kl. 15.30 um stöðu erlends verkafólks á Íslandi.
Tónlist í boði Hrafnhildar Magneu (Raven) og Jónasar Orra
Kökuhlaðborð að hætti Samfylkingarinnar

Allir velkomnir

Stjórnin

Ábyrgð sveitarfélaga í loftlagsmálum
AuglýsingSamfo.png

Opinn fundur Samfylkingarfélaganna í Kópavogi og Hafnarfirði um aðsteðjandi loftlagsvanda og ábyrgð nærsamfélagsins.


Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur og umsjónarmaður þáttarins "Hvað höfum við gert" á RUV fjallar um vandann og lausnir og svarar spurningum viðstaddra.

Fundurinn er haldinn í sal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43, mánudaginn 1. apríl kl. 20.


Allir áhugasamir velkomnir

Bæjarmálafundur 25. mars 2019
Bæjarmálafundur3.jpg

Á mánudaginn n.k. munum við taka umræðu um þau málefni sem minnihlutinn hefur í sameiningu lagt áherslu á síðustu mánuði og segja frá stöðu þeirra. Við hlustum á nefndarfólkið okkar og fáum veganesti fyrir bæjarstjórnarfund á þriðjudeginum 26. mars.

Bæjarfulltrúarnir Pétur og Bergljót

í samstarfi við stjórn félagsins

Allir félagsmenn eru velkomnir og einnig þeir sem áhuga hafa á pólitískri umræðu í Kópavogi

Bæjarmálafundur 11. mars 2019
Bæjarmálafundur7.jpg

Kröftugar pólitískar umræður um þau mál sem eru að gerjast í bænum. Hugmyndir að málefnum sem við ættum að beita okkur fyrir og annað sem liggur fundarmönnum á hjarta.
Fundurinn er opinn öllum félagsmönnum.

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Aðalfundur Samfylkingarinnar í Kópavogi 4. mars 2019
Aðalfundur.jpg

Aðalfundur Samfylkingarinnar verður haldinn í Hlíðasmára 9 kl. 20 þann 4. mars 2019.

Dagskrá aðalfundar:

1. Kjör fundarstjóra og fundarritara
2. Skýrsla stjórnar og nefnda fyrir liðið starfsár eftir því sem við á
3. Áritaðir reikningar fyrra árs lagðir fram til umræðu og samþykktar
4. Breytingar á samþykktum
5. Kjör stjórnar
6. Kjör félagslegra skoðunarmanna reikninga
7. Kjör uppstillinganefndar
8. Kjör í nefndir og ráð á vegum félagsins
9. Önnur mál.

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 25. febrúar 2019
fundurb.jpg

Á bæjarmálafundum Samfylkingarinnar í Kópavogi ræðum við þau pólitísku mál sem eru í gangi á hverjum tíma og bæjarfulltrúar fara yfir þau málefni sem liggja fyrir bæjarstjórnarfundi daginn eftir.
Þetta er vettvangur fyrir alla sem vilja taka hið pólitíska samtal.

Vertu velkomin/n á bæjarmálafund annan og fjórða mánudag í mánuði kl. 20 í Hlíðasmára 9.

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 11. febrúar 2019

Mánudaginn 11. febrúar kl. 20 verður bæjarmálafundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi. Þar ætlum við að eiga gott samtal um þau málefni sem brenna á okkur og þau atriði sem bæjarfulltrúarnir telja mikilvægt að ræða fyrir bæjarstjórnarfund sem verður daginn eftir.

Allir félagsmenn velkomnir
Stjórnin og bæjarfulltrúar

Gunnar Gylfason
Staðan í kjaramálunum - Flosi Eiríksson
Flosi.jpg

Samfylkingin í Kópavogi fær Flosa Eiríksson framkvæmdastjóra Starfsgreinasambandsins í heimsókn mánudaginn 4. febrúar kl. 20 í Hlíðasmára 9 í Kópavogi.

Flosi ætlar að segja okkur allt um baráttuna í dag í kjaraviðræðunum og þær breytingar sem eru í loftinu.

Allir velkomnir - takið með ykkur gesti

Stjórnin

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 21 janúar 2019
Bæjarmálafundur6.jpg

Á bæjarmálafundum Samfylkingarinnar í Kópavogi ræðum við þau pólitísku mál sem eru í gangi á hverjum tíma og bæjarfulltrúar fara yfir þau málefni sem liggja fyrir bæjarstjórnarfundi daginn eftir.
Þetta er vettvangur fyrir alla sem vilja taka hið pólitíska samtal.

Vertu velkomin/n á bæjarmálafund annan og fjórða mánudag í mánuði kl. 20 í Hlíðasmára 9.

Stjórnin og bæjarfulltrúar

Bergljót Kristinsdóttir
Bæjarmálafundur 7. janúar 2019
Bæjarmálafundur3.jpg

Mánudagskvöldið 7. janúar kl. 20 verður haldinn fyrsti bæjarmálafundur ársins.

Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn og Bergljót munu fara yfir sameiginlegar tillögur minnihlutans að verkefnum ásamt því að gera grein fyrir aðalatriðum sem liggja fyrir næsta bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 8. janúar.

Allir að mæta í Hlíðasmára 9 og taka þátt í umræðunni.

Við þurfum á ykkur að halda

Bestu kveðjur

Pétur Hrafn og Bergljót

Bergljót Kristinsdóttir