Miðpunktur höfuðborgarsvæðisins


Fundur hjá Samfylkingunni í Kópavogi
mánudagskvöldið 15. maí kl 20.00 að Hlíðarsmára 9

Fyrirtækin Klasi og Reginn vinna nú að þróun nýs hverfis ofan Smáralindar í samstarfi með Kópavogsbæ.
Verkefnið hefur fengið heitið 201 Smári.
Meginstefið er að þarna rísi áhugaverð og falleg byggð með allt að 620 íbúðum ásamt þjónustuhúsnæði, sem verði eftirsóknarverður búsetukostur fyrir alla aldurshópa.
Sérstök áhersla verður lögð á vistvænar lausnir, gott aðgengi og tengingar við aðliggjandi svæði, opin græn svæði, fjölbreytt íbúðarform og aðlaðandi yfirbyggð hverfis.
Ingvi Jónasson, framkvæmdastjóri Klasa, kynnir verkefnið á bæjarmálafundi Samfylkingarinnar, sýn samstarfsaðila á uppbyggingu hverfisins og það markaðsstarf sem Klasi hefur unnið.

Fundarstjóri : Ása Richardsdóttir bæjarfulltrúi

    

ALLIR VELKOMNIR OG TAKIÐ MEÐ YKKUR GESTI!

1. maí 2017

Saman á 1. maí

Samfylkingin í Hafnarfirði og Kópavogi fagna 1. maí með sameiginlegu kaffisamsæti í sal Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43. Húsið opnar klukkan 15.

Logi Einarsson formaður kemur við og fer með gaman- og alvörumál.

Við bendum á að baráttutónleikar Verkalýðshreyfingarinnar verða haldnir kl. 13 í Bæjarbíói og hvetjum við fólk til að kíkja við að þeim loknum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.