Bæjarmálafundur 7. janúar 2019
Mánudagskvöldið 7. janúar kl. 20 verður haldinn fyrsti bæjarmálafundur ársins.
Bæjarfulltrúarnir Pétur Hrafn og Bergljót munu fara yfir sameiginlegar tillögur minnihlutans að verkefnum ásamt því að gera grein fyrir aðalatriðum sem liggja fyrir næsta bæjarstjórnarfundi þriðjudaginn 8. janúar.
Allir að mæta í Hlíðasmára 9 og taka þátt í umræðunni.
Við þurfum á ykkur að halda
Bestu kveðjur
Pétur Hrafn og Bergljót