
Fréttir úr starfinu
Okkar helstu baráttumál
Samfylkingin byggir á sjónarmiðum jafnréttis, jöfnuðar og réttlætis. Í þessum kosningum leggjum við fram málefnaáherslur sem byggja á þessum sjónarmiðum. Kópavogur hefur alla burði til að vera öflugt samfélag þar sem ungir sem aldnir njóta sín. Kópavogur á að vera fjölskylduvænt samfélag þar sem vel er búið að íbúum á öllum aldri. Að þessu stefnum við. Viltu vera samfó?
Kynntu þér öll málefnin →
Húsnæði fyrir alla þjóðfélagshópa
Engin námsmannaíbúð er í Kópavogi. Engum lóðum hefur verið úthlutað til byggingafélaga námsmanna og síðastliðin átta ár hefur engum lóðum verið úthlutað til húsnæðissamvinnufélaga eða byggingafélaga eldri borgara.
Við viljum tryggja fjölbreytt framboð húsnæðis í Kópavogi. Ungt fólk á ekki að þurfa að flytja úr Kópavogi til að koma sér upp heimili eða til að fara í nám. Kópavogsbær á að sjá til þess að nægilegt framboð sé af húsnæði fyrir námsmenn, leigjendur, eldri borgara og þá sem þurfa á félagslegum stuðningi að halda.
Skoða nánar →
Brúum bilið fyrir barnafólk
Brúa þarf bilið milli fæðingarorlofs og leikskólans þannig að öll börn fái leikskólapláss við 12 mánaða aldur. Leikskólinn er fyrsta skólastigið.
Yfir 100 leikskólapláss standa auð í Kópavogi vegna manneklu. Þessu þarf að breyta. Við viljum bæta kjör og starfsumhverfi starfsfólks í leikskólum Kópavogsbæjar og stytta vinnuvikuna. Einnig þarf að byggja ungbarnadeildir við leikskóla bæjarins.
Skoða nánar →
Snjall og grænn Kópavogur
Við viljum grænni Kópavog, plastpokalausan Kópavog í samvinnu við verslanir, snjallari Kópavog með lausnir í ferðamálum, sorpmálum ofl. og við viljum bæta þjónustu við eldri borgara þannig að það verði gott að eldast í Kópavogi.
Skoða nánar →
Útrýmum fátækt í Kópavogi
Við viljum ráðast gegn fátækt en leiða má líkum að því að um 600 börn búi við fátækt í Kópavogi, samkvæmt skilgreiningum í skýrslu UNICEF. Ein meginástæða fátæktar er skortur á húsnæði og því mikilvægt að fjölga félagslegum íbúðum.
Auk þess vill Samfylkingin efla forvarnir og tryggja þjónustu við þá sem þess þurfa í baráttunni við fátækt. Einn liður í því er að hækka íþrótta- og tómstundastyrkupp í 80.000 krónur á ári.